Naum tap Skagamanna gegn FH í Pepsi-Max deild karla


Karlalið ÍA lék gegn FH í gær í Pepsi-Max deildinni í knattspyrnu. Leikurinn fór fram á heimavelli FH í Kaplakrika í Hafnarfirði. Bæði liðin unnu sínar viðureignir í 1. umferð en rúmlega 1500 áhorfendur mættu á leikinn sem var hluti af 2. umferð Íslandsmótsins.

Byrjunarlið ÍA var með sama hætti og í 3-1 sigri liðsins gegn KA á heimavelli.

Aron Kristófer Lárusson, vinstri bakvörður ÍA, fór af leikvelli í hálfleik og Ólafur Valur Valdimarsson kom inn á í hans stað. Brynjar Snær Pálsson fór í stöðu vinstri bakvarðar í síðari hálfleik.

Staðan í hálfleik var 0-0 en Jónatan Ingi Jónsson kom FH yfir á 51. mínútu. Sveve Lennon bætti við öðru marki á 58. mínútu. Tryggvi Hrafn Haraldssoin skoraði mark ÍA úr vítaspyrnu á 84. mínútu og er þetta annað mark hans á tímabilinu.

Meðalaldur liðs ÍA er rétt um 23 ár til samanburðar er meðalaldur liðs FH tæplega 27,4 ár.