Ísak Bergmann í byrjunarliði Norrköping – lagði upp tvö mörk


Ísak Bergmann Jóhannesson lét svo sannarlega að sér kveða þegar lið hans Norrköping sótti lið Östersund heim í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um liðna helgi.

Skagamaðurinn ungi, sem er fæddur árið 2003, var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í efstu deild í Svíþjóð. Hann lagði upp tvö mörk í 4-2 sigri Norrköping – en liðið er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir í deildarkeppninni.