Miklar umferðatafir verða á Kjalarnesi á þriðjudag – malbikun heldur áfram
By
skagafrettir
Framkvæmdir við malbikun á Kjalarnesi hófust í dag og verður haldið áfram að malbika þriðjudaginn 7. júlí.
Framkvæmdir hefjast kl 8:30 á þriðjudagsmorgun og má búast við miklum töfum allt fram til 23:00 – eins og fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Athugið: En er unnið að malbikun á Kjalarnesi. Minniháttar umferðatafir verða á kaflanum til kl 23:00. Minnum á að framkvæmdir verða á kaflanum á morgun 7. Júli. frá kl 08:30-23:00 Vegfarendum er bent á hjáleið um Mosfellsheiði, Kjósaskarð og Hvalfjörð.#færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) July 6, 2020