Heimsóknarreglur á Höfða hertar að nýju


Tilkynning frá stjórnendum á Dvalarheimilinu Höfða:

Í ljósi þess að komið hefur upp hópsmit vegna COVID 19 á Akranesi er óhjákvæmlegt að herða heimsóknarreglur á Höfða að nýju.

Húsinu hefur verið lokað fyrir utanaðkomandi gestum nema þeirra sem hingað sækja nauðsynlega þjónustu

Heimilt er að koma í heimsókn frá 14 til 16 en einungis einn gestur í einu til hvers íbúa

Gestur fer inn í herbergi íbúa og dvelur þar á meðan heimsókn stendur

Ekki er heimilt að dvelja í alrýmum heimilisins eða ná sér í kaffi í sameiginlegu eldhúsi íbúa

Húsinu verður lokað kl 16 og þá eiga gestir að yfirgefa húsið

Ef íbúi fer út af heimilinu og í heimsókn út í bæ má hann einungis hitta einn aðstandanda

Vinsamlega farið eftir þessum tilmælum svo ekki komi til algjörrar lokunar heimilisins líkt og fyrr á árinu. Við biðlum því til allra aðstandenda að virða þessar reglur

Munið að hér býr viðkvæmasti hópurinn og þessar reglur eru gerðar til að vernda íbúa heimilisins

Þessar reglur gilda frá 29. júlí til 12. ágúst 2020

Kjartan Kjartansson
Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir