Hæfileikamótun stúlkna frestað – starfsfólkið og drengjahópurinn í sóttkví


Smitrakningateymi Almannavarna á Íslandi upplýsti Knattspyrnusamband Íslands nýverið að einn þátttakandi í Hæfileikamótun drengja sem fór fram dagana 19. og 20. september hafi greinst smitaður af Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KSÍ.

Af þeim sökum þurfa aðrir þátttakendur (leikmenn og aðrir) að fara í sóttkví samkvæmt ákvörðun smitrakningateymisins.

Allir hlutaðeigandi hafa verið upplýstir um stöðuna og viðeigandi ráðstafanir hafa verið gerðar.

Ákveðið hefur verið að fresta Hæfileikamótun stúlkna sem fara átti fram um komandi helgi þar sem starfsfólk Hæfileikamótunar KSÍ eru á meðal þeirra sem eru í sóttkví.

Tveir leikmenn úr röðum yngri flokka ÍA eru því í sóttkví líkt og umsjónarmenn Hæfileikamótunar KSÍ.

http://localhost:8888/skagafrettir/2020/09/14/tveir-leikmenn-fra-ia-valdir-i-haefileikamotunarhop-ksi-og-n1/
http://localhost:8888/skagafrettir/2020/09/21/fjorir-leikmenn-ur-rodum-ia-i-haefileikamotunarhop-ksi-i-stulknaflokki/