Kjörorð Akrasels eru: Náttúra – Næring – Nærvera



Hér er pistill frá leikskólanum Akraseli þar sem að sagt frá helstu áherslum varðandi næringu en kjörorð leikskólans eru: Náttúra – Næring – Nærvera.

Leikskólinn Akrasel tók til starfa þann 8. ágúst árið 2008. Í skólanum eru að jafnaði 150 börn á 6 deildum. Í skólanum er mikil áhersla lögð á næringar hlutann og allt unnið frá grunni, fiskibollur og slátur er sá matur sem kemur tilbúin til okkar.

Starfsmenn í eldhúsi leggja mikinn metnað í að hráefni sé gott og fjölbreytileiki sé til staðar.

Í Akraseli eru þrjár máltíðari framreiddar á dag auk ávaxtastundar að morgni.

Morgunmatur:

Boðið er uppá Lýsi og AB mjólk alla morgna með heimagerðu múslí, kanil og kókós, berjum eða rúsínum. Þrjá morgna í viku er boðið uppá hafragraut, einn morgun uppá kornflögur og einn morgun uppá weetabix.

Hádegisverður:

Áhersla er lögð á að börn kynnist sem fjölbreyttustu réttum þó soðningin sé vinsælust hjá okkur. Kjöt, fiskur, súpur, grænmetis og baunaréttir eru á matseðli leikskólans. Matráður hefur frjálst val um samsetningu en hún tekur mið af manneldisgildum Landlæknisembættisins.

Síðdegis hressing – Nón hressing:

Boðið er uppá heimabakað brauð af ýmsum gerðum, rúgkökur, hrökk kex og ávaxtabakka til skiptis. smjör og ýmsar tegundir áleggs.

Sólrún Heiða Sigurðardóttir matráðurinn okkar hefur lagt mikla vinnu í útreikninga og samsetningu matseðla ásamt því að vinna allt sem hún mögulega getur frá grunni. Hún forðast innkaup á unni kjötvöru og gerir miklar kröfur til byrgja um gott hráefni.

Akrasel er grænfána leikskóli sem leggur áherslu á nýtingu í einu og öllu sem við tökum okkur fyrir hendur, flus og matarafgangar annað en kjöt og fiskur fer í moltu hjá okkur. Við erum með Bokashi tunnur í eldhúsi og á öllum deildum sem og orma sem breyta mat í mold og stóra moltutromlu í garðinum fyrir lífrænan úrgang. Matarsóun er umræðu efni á öllum deildum, áhersla lögð á að kenna börnum að bragða á öllum mat og skammta sér hóflega því það er alltaf í boði að fá sér aftur.