Stefán Teitur fer til Silkeborg í Danmörku



Knattspyrnufélag ÍA hefur náð samkomulagi við Silkeborg IF í Danmörku um félagaskipti Stefáns Teits Þórðarsonar. Þetta kemur fram í tiklkynningu frá KFÍA. Silkeborg leikur í næst efstu deild í Danmörku.

Stefán Teitur var kynntur til sögunnar sem leikmaður liðsins í dag en hann skrifaði undir samning sem gildir út leiktíðina 2024.

Sjá nánar hér:

Stefán Teitur er 22 ára gamall, fæddur árið 1998, hann hefur leikið 57 leiki í efstu deild og skorað alls 11 mörk. Þar af 8 mörk á þessari leiktíð í 17 leikjum. Í næst efstu deild hefur hann skorað 10 mörk í 22 leikjum og hann á einn leik með Kára í 3. deild. Alls hefur Stefán Teitur leikið 91 mfl. leiki og skorað 24 mörk. Stefán Teitur hefur leikið 13 landsleiki með U-21 árs liði Ísands og skorað 2 mörk, og hann á tvo A-landsleiki að baki.

Silkeborg er fornfrægt lið, stofnað árið 1917. Liðið komst í efstu deild árið 1987. Tímabilið 1993-1994 varð liðið danskur meistari, og danskur bikarmeistari árið 2001. Árið 1996 sigraði Silkerborg í InterToto Evrópukeppninni.

Margir þekktir þjálfarar hafa komið við sögu hjá Silkeborg. Má þar nefna Bo Johansson (1992–94) sem var þjálfari íslenska landsliðsins. Preben Elkjær fyrrum framherji danska landsliðsins var þjálfari liðsins 1995-1996 og einnig Sepp Pinotek fyrrum þjálfari danska landsliðsins.