Ísak lagði upp mark í 2-0 sigri Íslands gegn Lúxemborg



Skagamenn komu töluvert við sögu í 2-0 sigri U-21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu karla í dag gegn Lúxemborg.

Með sigrinum er Ísland áfram í baráttu um að komast í úrslitakeppni EM. Efsta lið riðilsins fer beint í úrslit EM ásamt einu liði sem nær besta árangri liða sem eru í öðru sæti. Önnur lið sem endað í öðru sæti fara í umspil.

Ísland er í þriðja sæti riðilsins með 15 stig eftir 7 leiki en þar fyrir ofan eru Írar með 16 stig eftir 8 leiki og Ítalir eru með 16 stig í efsta sæti eftir 7 leiki.

Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Íslands líkt og Ísak Bergmann Jóhannesson. Hákon Arnar Haraldsson kom inná sem varamaður á 77. mínútu og Bjarki Steinn Bjarkason kom einnig inná á 77. mínútu. Stefán Teitur samdi nýverið við Silkeborg í Danmörku, Ísak Bergmann er leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping, Hákon Arnar er leikmaður FCK í Kaupmannahöfn og Bjarki Steinn er leikmaður ítalska liðsins Venezia.

Arnór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Íslands að þessu sinni en hann er í A-landsliðshóp Íslands í Þjóðardeildinni gegn Belgíu.