„Vonum að þið getið sýnt okkur góðan skilning“



„Á meðan þetta er í gangi hjá okkur viljum við minna fólk á að huga að eigin sóttvörnum því þetta er oft mun nær en maður áttar sig á eða gerir sér grein fyrir. Við vonum að þið getið sýnt okkur góðan skilning og hlökkum til að halda áfram þegar við komumst af stað aftur. Ást og friður frá okkur,“ segir í tilkynningu frá eigendum Matstofunnar á fésbókinni.

Skert starfsemi verður á Matstofu Gamla Kaupfélagsins út þessa viku þar sem að meirihluti starfsmanna er í sóttkví.

Tilkynningin er í heild sinni hér fyrir neðan.

Okkur voru að berast erfiðar fréttir núna í kvöld (þriðjudag).

Fréttirnar eru að starfsmaður hjá okkur sem vann hluta úr degi á mánudag var að greinast með covid.

Vegna þess er meirihluti starfmanna okkar kominn í sóttkví, út frá þessum upplýsingum höfum við verið að vinna að og gera ráðstafanir svo við getum haldið hluta af starfsemi okkar í gangi.

Allir okkar viðskiptavinir sem versluðu við okkur síðustu daga þurfa ekki að hafa áhyggjur þar sem við fylgjum þeim sóttvarnarreglum sem mælst er til í kringum viðskiptavini og eldamennsku (hanskar,grímur, handþvottur/spritt,fjarlægð).

Út frá þessu mun starfsemi okkar vera skert og munum við einungis sinna bakkamat til fyrirtækja út þessa viku a.m.k.Caliber mun vera með lokað út þessa viku ❤️👉

Á meðan þetta er í gangi hjá okkur viljum við minna fólk á að huga að eigin sóttvörnum því þetta er oft mun nær en maður áttar sig á eða gerir sér grein fyrir.

Við vonum að þið getið sýnt okkur góðan skilning og hlökkum til að halda áfram þegar við komumst af stað aftur. Ást og friður frá okkur❤️

Birkir, Gunni, Ísólfur og Valdimar.