Fjölmargar Skagatengingar í U21 árs landsliðshóp Íslands



Fjórir leikmenn sem hafa komið við sögu í gegnum tíðina hjá ÍA eru í U-21 árs landsliðshópnum í knattspyrnu sem tilkynntur var fimmtudaginn 6. nóvember. Arnar Þór Viðarsson er þjálfari liðsins sem er í hörkubaráttu um að komast í lokakeppni EM 2021.

Ísland mætir Ítalíu á Víkingsvelli 12. nóvember, Írlandi ytra 15. nóvember og Armeníu ytra 18. nóvember.

Mikil spenna er í riðlinum og hart barist um sæti í lokakeppni EM 2021. Ítalía er í efsta sæti með 16 stig eftir sjö leiki, Írland í öðru sæti með 16 stig eftir átta leiki, Svíþjóð í þriðja sæti með 15 stig eftir átta leiki og Ísland í fjórða sæti með 15 stig eftir sjö leiki.

Ísak Bergmann Jóhannesson (Norrköping), Bjarki Steinn Bjarkason (Venezia) og Hörður Ingi Gunnarsson (FH) léku allir með mfl. ÍA en Valdimar Þór Ingimundarson (Strömsgödset) lék með yngri flokkum ÍA.

Stefán Teitur Þórðarson, sem samdi við Silkeborg nýverið, getur ekki tekið þátt í þessu verkefni vegna veikinda.

Hópurinn:

Patrik Sigurður Gunnarsson | Viborg FF | 8 leikir
Elías Rafn Ólafsson | Fredericia | 4 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson | Grótta
Alfons Sampsted | Bodö/Glimt | 28 leikir, 1 mark
Jón Dagur Þorsteinsson | AGF | 16 leikir, 5 mörk
Alex Þór Hauksson | Stjarnan | 16 leikir, 1 mar
Ari Leifsson | Strömsgodset | 15 leikir, 1 mark
Willum Þór Willumsson | BATE Borisov | 15 leikir, 2 mörk
Hörður Ingi Gunnarsson | FH | 13 leikir
Kolbeinn Birgir Finnsson | Dortmund | 13 leikir
Sveinn Aron Guðjohnsen | OB | 13 leikir, 5 mörk
Brynjólfur Anderson Willumsson | Breiðablik | 10 leikir, 1 mark
Jónatan Ingi Jónsson | FH | 10 leikir, 2 mörk
Ísak Óli Ólafsson | Sönderjyske | 8 leikir, 2 mörk
Valdimar Þór Ingimundarson | Strömsgödset | 6 leikir
Kolbeinn Þórðarson | Lommel | 5 leikir
Þórir Jóhann Helgason | FH | 4 leikir
Bjarki Steinn Bjarkason | Venezia | 2 leikir
Ísak Bergmann Jóhannesson | IFK Norrköping | 2 leikir
Andri Fannar Baldursson | Bologna | 1 leikur
Róbert Orri Þorkelsson | Breiðablik | 1 leikur
Valgeir Lunddal Friðriksson | Valur | 1 leikur
Valgeir Valgeirsson | Brentford