Reisulegt hús á frábærum útsýnisstað fær skemmtilega „andlitslyftingu“



Íbúar við Jaðarsbraut 33 á Akranesi eru með frábært útsýni úr íbúðum sínum – og það verður enn betra eftir áhugaverðar breytingar sem eru framundan.

Húsið, sem var byggt árið 1959, stendur við einn fallegasta útsýnisstað Akraness.

Nýverið var umsókn um stækkun og breytingar á svölum á þessu húsi samþykkt í bæjarstjórn Akraness. Sjá nánar hér:

Í greinargerð segir að farið sé í breytingar til að auka gæði íbúða og vegna þörf á viðhaldi. Húsið verður endurklætt með hvítri, lóðréttri,
báraðri málmklæðningu og að hluta til með lóðréttri timburklæðningu við nýjar svalir. Sagað verður úr stofugluggum og komið þar fyrir rennihurðum og skjólveggur settur við nýjar svalir.

Framhlið Jaðarsbraut 33 – fyrir breytingar:

Framhlið Jaðarsbraut 33 – eftir breytingar:

Framhlið Jaðarsbraut 33 – fyrir breytingar:

Framhlið Jaðarsbraut 33 – eftir breytingar: