Nýjustu Covid-19 tölurnar – föstudaginn 27. nóvember

Alls greindust 20 einstaklingar með Covid-19 á Íslandi í gær. Og voru 11 þeirra ekki í sóttkví. Frá 10. nóvember hefur slíkur fjöldi smita ekki verið greindur á landinu. Rétt tæplega 900 sýni voru tekin í gær.

Sóttvarnalæknir Íslands varaði við því í gær að faraldurinn væri aftur að ná sér á strik – og miðað við þessar tölur er töluvert af smitum úti í samfélaginu.

Á Vesturlandi eru 4 í einangrun vegna Covid-19 og 7 eru í sóttkví samkvæmt vefnum covid.is

Það er fjölgun frá því í gær þegar 2 voru í einangrun og 4 í sóttkví.