Sjálboðaliðastarfið er eitt af mikilvægustu störfunum

Það er öllum ljóst að lítið íþróttastarf væri ef ekki væri fyrir framlag sjálfboðaliðans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Akraness.

Sjálboðaliðastarfið er eitt af mikilvægustu störfum sem unnin eru hjá íþróttahreyfingunni.

Ekki hefur tekist að halda nógu vel utan um umfang þessara starfa til þess að mæla alla þá tíma sem sjálfboðaliðinn eyðir í starf í þágu íþrótta á ári hverju.

Þeir tímar skipta tugum þúsunda ef ekki hundruðum þúsunda ef allt landið væri talið. 

Seint verður full þakkað fyrir þetta mikilvæga starf sem svo margir eru tilbúnir að leggja fram. 

Fyrir stuttu var skrifað í Fréttablaðið um þriðju vaktina sem tekin er í öllu starfi er snertir rekstur heimilis. Í mínum huga er sjálfboðaliðinn þriðja vaktin í starfi íþróttahreyfingarinnar. Í sama skilningi og skrifað var þar um, er ein mikilvægasta vaktin til þess að allir hinir geti sinnt sínu starfi sem best. Eins og iðkendur og launaðir starfsmenn hreyfingarinnar.

Við hjá Íþróttabandalagi Akraness viljum núna þann 5. desember á degi Sjálfboðaliðans, nýta tækifærið til þess að þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á vogarskálar bandalagsins og aðildarfélaga þeirra.

Án ykkar væri lítið sem ekkert starf. Við erum endalaust þakklát fyrir þann velvilja sem allir sýna þegar óskað er eftir aðstoð.

Bestu þakkir og til hamingju með 5. desember dag Sjálfboðaliðans
Áfram ÍA