„Halli Melló“ opnaði glugga nr. 18 með glæsibrag í „Skaginn syngur inn jólin“

Í dag var átjandi glugginn af alls tuttugu og fjórum opnaður í dagatalinu „Skaginn syngur inn jólin með þér“. Þetta skemmtilega verkefnið hafi slegið í gegn og mörg þúsund manns fylgjast með á hverjum einasta degi.

Eins og áður segur er 24 tónlistaratriði á dagskrá og er einn gluggi opnaður kl. 9 á hverjum morgni fram að jólum.

Mikil leynd hvílir yfir flytjendum en atriðin voru tekin upp í Stúkuhúsinu á Byggðasafninu í Görðum.

Leikarinn Hallgrímur Ólafsson syngurí dag eftir Norman Newell og Iller Pattacini – og textinn er eftir Braga Valdimar Skúlason.

Hallgrímur segir m.a. í frá því afhverju hann er kallaður Halli Melló en sú saga frá uppvaxtarárum Hallgríms hér á Akranesi er stórskemmtileg. Hallgrímur starfar sem leikari við Þjóðleikhúsið og hann kann svo sannarlega að þenja raddböndinn eins og heyra má í þessu lagi.

Ólafur Páll Gunnarsson og Hlédís Sveinsdóttir eru kynnar í þessu verkefni. Heiðar Mar Björnsson sá um upptökur og Sigurður Ingvar Þorvaldsson sá um hljóðupptökurnar.

Hljómsveitarstjórinn er Birgir Þórisson, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi en hann er einnig í Húsbandinu sem spilar undir hjá tónlistarfólkinu.

Auk hans eru Pétur Valgarð Pétursson (gítar), Sigurþór Þorgilsson (bassi) og Þorvaldur Kári Ingveldarson (trommur).

17. desember:

16. desember:

15. desember:

14. desember:

13. desember:

12. desember:

11. desember:

10. desember:

9. desember:

8. desember:

7. desember:

6. desember:

5. desember:

4. desember:


3. desember:

2. desember:

1. desember: