Fimleikamaður ársins 2020 -Guðrún Julianne Unnarsdóttir

Umfjöllun um íþróttafólkið sem kemur til greina í kjörinu á íþróttamanni Akraness 2021.

Þú getur kosið með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Opnað hefur verið fyrir kosningu HÉR í þjónustugátt Akraneskaupstaðar og er kosningin opin frá 21. til og með 29 desember.

Guðrún Julianne Unnarsdóttir er fædd árið 2004 og æfir hópfimleika með meistaraflokki ÍA.

Hún er fædd og uppalin á Akranesi og hefur æft hópfimleika með ÍA frá barnsaldri.

Guðrún er frábær fimleikakona og lykilmaður í liði meistaraflokks. Guðrún var í vor valin í stúlknalandslið Íslands fyrir Evrópumótið í hópfimleikum 2021.

Hún er góð fyrirmynd fyrir yngri og eldri iðkendur félagsins og er vel að titlinum komin. Til hamingju Guðrún, félagið er stolt af því að eiga iðkendur í fremstu röð.

Helstu afrek Guðrúnar Julianne á Íslandi á árinu:
Bikarmót í hópfimleikum -ö lenti í þriðja sæti með liði meistaraflokks.
GK deildarmeistaramót – lenti í þriðja sæti með liði meistaraflokks.
Íslandsmótið var fellt niður vegna Covid.
Valin í stúlknalandslið Íslands fyrir EM.

Hvernig stendur Guðrún Julianne sig á landsvísu?

Guðrún er á fyrsta flokks aldri en keppir í efstu deild (A-deild) með meistaraflokki ÍA í hópfimleikum.

Í vor var hún einnig valin í stúlknalandslið Íslands í vali fyrir Evrópumótið í hópfimleikum.