Flugeldasýningin verður á nýjum stað en brennunni aflýst

Árleg þrettándabrenna á þyrluflugpallinum við Jaðarsbakka mun ekki fara fram þann 6. janúar 2021. Flugeldasýningin mun hinsvegar fara fram en á öðrum stað til þess að fyrirbyggja hópsöfnun.

Þetta kemur fram í fundargerð Bæjarráðs Akraness frá 23. desember s.l.

Þar kemur fram að vegna Covid-19 heimsfaraldursins verði ekkert af þrettándabrennunni 2021.

Flugeldasýningin verður á hafnarsvæðinu og er það gert til þess að íbúar Akraness geti notið sýningarinnar úr bifreiðum sínum.