Sjáðu mörkin úr 4-1 sigri ÍA gegn liði Vestra í Lengjudeildinni – ÍATV

Karlalið ÍA í knattspyrnu mætti liði Vestra í Lengjudeildinni um s.l. helgi í Akraneshöll. Leikurinn var fjörugur og voru alls fimm mörk skoruð í viðureigninni.

Vestri – leikur í næst efstu deild og kom Casper Gandrup Hansen gestunum frá Vestfjörðunum yfir á 9. mínútu. ÍA fékk vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem markvörðu Vestra varði.

Viktor Jónsson jafnaði metin á 23. mínútu fyrir ÍA og Gísli Laxdal Unnarsson kom heimamönnum yfir rétt undir lok fyrri hálfleiks. Aron Kristófer Lárusson bætti við þriðja markinu um miðja fyrri hálfleik og mínútu síðar skoraði Guðmundur Tyrfingsson fjórða mark ÍA.

ÍA er með 6 stig eftir 3 umferðir í keppninni. Næsti leikur er gegn Gróttu í Akraneshöllinni, þriðjudaginn 9. mars kl. 20.00 og lokaleikur liðsins er gegn Keflavík laugardaginn 13. mars á útivelli.

Hér fyrir neðan eru mörkin úr leiknum frá ÍATV.