Karlar á Vesturlandi sofa minna en konur – lýðheilsuvísar veita betri yfirsýn

Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir, skrifar fyrir hönd stýrihóps um Heilsueflandi samfélags á Akranesi.

Embætti landlæknis birtir á hverju ári lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi og er þetta liður í því að veita betri yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig.

Hvert umdæmi er svo borið saman við landið í heild sinni. Megintilgangur lýðheilsuvísanna er að auðvelda sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustu að greina stöðuna í sínu umdæmi, þá bæði til að finna styrkleikana sem og veikleikana.

Gefur það möguleika á að skilja hverjar þarfir íbúanna eru og þannig sé hægt að vinna saman að því að bæta heilsu og líðan.

En hvaða þættir eru það sem hafa áhrif á heilsu og líðan? Jú heilsa getur verið allskonar en samt er ákveðnir þættir sem við breytum ekki auðveldlega s.s. aldri, kyni eða erfðafræðilegum þáttum. Svo eru það þættirnir sem við getum haft áhrif á eins hverjir lifnaðarhættir okkar eru hverju sinni. Þeir hættir sem við getum haft áhrif á eru t.d. áfengis- og tóbaksneysla, mataræði og hreyfing og samskipti okkar við fjölskyldu og vini. 

Við útreikninga á lýðheilsuvísunum er margskonar gögn nýtt m.a. eru notuð gögn úr heilbrigðisskrám og könnunum sem landlæknisembættið framkvæmir. Einnig eru nýttar niðurstöður úr könnunum Rannsóknar og greininga, Hagstofu Íslands og fleiri opinberra stofnanna. 

Bæði inn á heimasíðu Embætti landlæknis sem og Akraneskaupstaðar er að finna lýðheilsuvísa síðustu ára fyrir Vesturland.

Hér eru m.a. dæmi úr niðurstöðu lýðheilsuvísi 2020 sem sýnir hvað var frábrugðið í  í tölum fyrir Vesturland í samanburði við landið í heild sinni. 

• Sjúkrahúslegur vegna langvinnrar lungnateppu færri

• Sýklalyfjaávísanir til barna < 5 ára undir landsmeðaltali

• Sérfræðingsheimsóknir undir landsmeðaltali

• Fleiri fullorðnir sofa of stutt

• Færri börn í 5.-7. bekk hreyfa sig samkvæmt ráðleggingum

• Minni þátttaka barna í 5.-7. bekk í skipulögðu íþróttastarf

Inn á heimasíðu landlæknis er einnig að finna mælaborð lýðheilsu en það birtir tölulegar upplýsingar er varða lýðheilsu í landinu með gagnvirkum og myndrænum hætti. Nánar hér:

Þar er t.d. hægt að sjá að grænmetis- og ávaxtaneysla fullorðinna á Vesturlandi hefur aukist frá fyrri árum og að konur neyta meiri grænmetis- og ávaxta en karlar.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá niðurstöður varðandi svefn fullorðinna og þar sést að karlar á Vesturlandi sofa minna en konur.

Endilega kynnið ykkur niðurstöðurnar og stýrihópur Heilsueflandi samfélag Akranes hvetur alla til að huga að eigin heilsu og viðhafa góða og jákvæða lifnaðarhætti.