Markvarðakapallinn gekk upp hjá Kára og ÍA – Aron Bjarki gengur í raðir Kára

Markvörðurinn Aron Bjarki Kristjánsson mun leika með Knattspyrnufélaginu Kára í 2. deildinni sumarið 2021. Aron er ungur og efnilegur markvörður sem hefur verið í herbúðum ÍA frá því hann hóf að æfa knattspyrnu.

Aron Bjarki er fæddur árið 2000 og hefur leikið 5 leiki með liði Kára en hann hefur verið til taks sem varamaður hjá ÍA undanfarin tímabil.

Eins og áður hefur komið fram samdi markvörðurinn Dino Hodzic við ÍA en hann hefur verið einn besti leikmaður Kára undanfarin tvö tímabil.

Í fréttatilkynningu frá Kára kemur fram að mörg félög í efstu deild hafi sýnt því áhuga á að semja við Hodzic og því sé niðurstaðan frábær fyrir knattspyrnubæinn Akranes.