Mun þessi uppfinning gjörbreyta knattspyrnuþjálfun barna?

Rúmenskur knattspyrnuþjálfari sem starfað hefur lengi í Danmörku er maðurinn á bak við þessa uppfinningu sem gæti breytt miklu í knattspyrnuheiminum. „Höfuðið upp“ kallast þessi græja sem hengd er á leikmanninn og gerir það að verkum að leikmaðurinn getur ekki séð boltann þegar hann tekur við boltanum með fótunum.

Í prófum sem gerð hafa verið víðsvegar um Evrópu er það samdóma álit þeirra sem til þekkja að „höfuðið upp“ hafi jákvæð áhrif strax frá fyrstu notkun. Það eru yngri leikmenn sem eru markhópurinn fyrir „höfuðið upp“ enda er það gríðarlega mikilvægt að geta tekið á móti boltanum og gert ýmsar kúnstir með boltann án þess að þurfa að horfa á boltann við fæturna.

Dan Avraham heitir þjálfarinn sem fann upp þetta tæki en hann hefur starfað lengi hjá Bröndby í Danmörku.

Myndbandið sem fylgir fréttinni segir allt sem segja þarf um þessa merkilegu nýung.