Guðlaug Gyða Hannesdóttir er 9 ára gömul Skagamær en hún á sér þann draum að verða hárgreiðslukona eða jafnvel flugfreyja þegar hún verður stór. Guðlaug Gyða er í Grundaskóla og að hennar mati eru allir bekkjarfélagar hennar í 4-EBD fyndnir og skemmtilegir.
Skagafréttir fékk Guðlaugu Gyðu til þess að svara nokkrum laufléttum spurningum.
„Ég er í skólakór Grundaskóla og æfi körfubolta með strákunum og mig langar að fá fleiri stelpur til að æfa með mér körfubolta. Ég hef líka æft fótbolta og fimleika. Ég er búinn að vera í kórnum í tvö ár og í körfubolta í eitt ár. Mér finnst skemmtilegast að vera með vinkonum mínum, spila körfubolta og fara í sund,“ segir Guðlaug Gyða þegar hún var innt eftir helstu áhugamálum sínum og hvað henni þykir skemmtilegast að gera.
Akranes er góður bær , skólinn minn, Grundaskóli, er mjög góður
og gott umferðaröryggi með gangbrautarvörslunni.
Eitt af markmiðum Guðlaugar Gyðu er að verða betri í körfubolta en hún saknar þess að fá ekki fleiri stelpur með sér. „Það væri gaman að fá fleiri stelpur í körfuna og keppa með stelpuliði, en það er líka markmið hjá mér að vera dugleg í skólanum.“
Það kemur ekki á óvart að uppáhaldsíþróttafólkið hjá Guðlaugu Gyðu séu úr körfuboltanum.
„Helena Sverrisdóttir, Auður Íris, Gunnhildur Gunnarsdóttir og Jón Arnór Stefánsson eru í uppáhaldi hjá mér. Ég er búin að horfa mikið á þau keppa og þekki þau ágætlega.“
Hvað er það besta við að búa á Flórída-Skaganum?
„Akranes er góður bær , skólinn minn, Grundaskóli, er mjög góður og gott umferðaröryggi með gangbrautarvörsluni.“
Ef þú ættir að velja eitt lag til að spila í hljómkerfinu á Írskum Dögum á Akratorginu, hvaða lag yrði það?
„Í síðasta skipti með Friðrik Dór,“ sagði Guðlaug Gyða Hannesdóttir.
Ættfræðitréð hjá Guðlaugu Gyðu:
Foreldrar Guðlaugar Gyðu eru Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður og framkvæmdastjóri KKÍ og Bergþóra Sigurjónsdóttir hárgreiðslumeistari sem fædd og uppalinn á Akranesi. Bróðir Guðlaugar heitir Jón Gautur og er 12 ára gamall körfuboltakappi hjá ÍA. Móðuramma og móðurafi Guðlaugar Gyðu eru þau Guðlaug Bergþórsdóttir og Sigurjón Hannesson.