Línudanshópur eldri borgara stefnir á Evrópuferð

Stórskemmtilegt BINGÓ og metnaðarfullt bakkelsi
– Kirkjubraut 40 kl. 14.00 sunnudaginn 20. nóvember

Það er fjölbreytt starf hjá Félagi eldri borgara á Akranesi , FEBAN. Línudanshópur félagsins vinnur að því að fara í keppnis – og sýningarferð til Persaro á Ítalíu árið 2018. Sýningin heitir Golden Age Gym Festival. Sigrún Jóhannsdóttir, eldhress félagi í línudanshópnum, segir í samtali við skagafrettir.is að hópurinn standi saman að fjáröflun fyrir þetta verkefni og er samstaðan mikil í hópnum.

„Við bökum kleinur og seljum þær, það hefur gengið vel, og við erum einnig með BINGÓ þar sem vinningarnir eru veglegir. Sunnudaginn 20. nóvember kl. 14.00 verður BINGÓ skemmtun hjá okkur í sal FEBAN við Kirkjubraut 40. Þar verður gott bakkelsi með kaffinu og það er metnaður sem ríkir í því bakkelsi,“ segir Sigrún en kaffihlaðborð er innifalið í bingóspjaldinu og hvetur hún alla Skagamenn á öllum aldri að mæta og taka þátt í góðri stund.

Sigrún Jóhannsdóttir.
Sigrún Jóhannsdóttir.

Þar verður gott bakkelsi með kaffinu og það er metnaður sem ríkir í því bakkelsi

Línudanshópur FEBAN fór í ferð til Evrópu haustið 2016 og segir Sigrún að sú ferð hafi gefið hópnum mikið í lífsgæðum.

„Hópurinn fór til Portoroze í Slóveníu núna í haust og þar sýndum við okkar línudans, þetta var gríðarlega skemmtileg ferð, mikið fjör í hópnum og frábærar minningar sem við eigum eftir þessa ferð. Núna förum við af stað með þessar fjáraflanir og tíminn mun bara leiða það í ljós hvort af þeirri ferð verður,“ sagði Sigrún.

14980642_10211263470161870_7224552271587770625_n

14947862_10210944360907086_8605521694763866549_n
Frá kleinubakstri línudanshóps FEBAN. Mynd/FEBAN
14938228_10210944360707081_7108650344000172753_n
Frá kleinubakstri línudanshóps FEBAN. Mynd/FEBAN
14692138_1324605960884328_1268076613226039913_o
Frá sýningu línudanshóps FEBAN í Slóvenínu. Mynd/FEBAN
14446064_10210566870310057_5989943047404367962_n
Frá Slóveníuferð línudanshóps FEBAN. Mynd/FEBAN
Línudanshópur FEBAN er glæsilegur eins og sjá má. Mynd/FEBAN.
Línudanshópur FEBAN er glæsilegur eins og sjá má. Mynd/FEBAN.
13312617_1208806305797628_8336769961552607169_n
Frá kleinubakstri línudanshóps FEBAN. Mynd/FEBAN
12688370_10208641860514624_4763403252721375634_n
Frá kleinubakstri línudanshóps FEBAN. Mynd/FEBAN