Er fótboltakappinn Arnór Sig. tvífari Justin Bieber?

pjimage
Það má geta þess að Arnór er til vinstri á þessari samsettu mynd.

Myndasafn Skagafrétta frá fimleikamóti FSÍ hefur vakið athygli og jafnvel myndir af áhorfendum hafa verið til umræðu á fésbókarsíðum Skagamanna og víðar.

Knattspyrnukappinn efnilegi Arnór Sigurðsson, sem nýverið var til reynslu hjá sænska liðinu Norrköping var mættur til að fylgjast með fimleikakeppninni á laugardaginn og einbeitingin leyndi sér ekki hjá Arnóri.

Margir hafa líkt Arnóri við kanadíska söngvarann Justin Bieber og eru nokkuð margir sem þykjast sjá slíka tengingu. Ekki er vitað hvort Arnór sé markvisst að vinna í því að líkjast Bieber en sagan er aftur á móti ágæt.