„Jól í Höllinni“ – kórinn er tilbúinn en þú?

Þór Breiðfjörð, einn besti söngvari landsins,
syngur með kór Akraneskirkju í Bíóhöllinni á laugardaginn.

Það ríkir mikil eftirvænting fyrir tónleika sem fram fara laugardaginn 26. nóvember í hinni einu sönnu Bíóhöll á Akranesi. Jól í Höllinni er yfirskrift tónleikanna en þar mun flauelsbarkinn Þór Breiðfjörð koma fram ásamt fjölskipuðum kór Akraneskirkju.

„Þór er flottur söngvari og fékk m.a. Grímuverðlaunin árið 2012 fyrir söng sinn í hlutverki sínu í Vesalingunum. Hann er eiginlega bara frábær söngvari og af sumum talinn einn af okkar albestu söngvurum,“ sagði kórstjórinn Sveinn Arnar Sæmundsson við skagafrettir.is þegar hann var inntur eftir því hvers vegna Skagamenn ættu að fjölmenna á þessa tónleika.

Það verður létt yfir þessu hjá okkur og andi amerískrar jólasönghefðar mun svífa yfir vötnum

„Það verður létt yfir þessu hjá okkur og andi amerískrar jólasönghefðar mun svífa yfir vötnum,“ bætti Sveinn við en þetta er þriðja árið í röð sem kór Akraneskirkju heldur tónleika fyrstu helgina í aðventu. „Það er því komin hefð á þetta hjá okkur.“ Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari og Birgir Bragason kontrabassaleikari styðja við kórinn og sjá um að fylla hljómrýmið með þéttum hljóðfæraleik.

Kór Akraneskirkju hefur æft af krafti á undanförnum vikum fyrir tónleikana og þessar myndir voru teknar í gær á æfingu kórsins.

Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og er miðaverð 3.900 kr.
Forsala er í versluninni Bjargi og vissara hafa hraðar henda með það að nálgast miða.

Hér má sjá myndband af frábærum söng Þórs Breiðfjörð í Vesalingunum.

Þór Breiðfjörð.
Þór Breiðfjörð.
15042025_1168766103212129_4134165330901659097_o
Frá æfingu kórs Akraneskirkju í Bíóhöllinni.
15138532_1168766123212127_1076139702341719701_o
Kórstjórinn með bros á vör á lokasprettinum á æfingu.
15194504_1168766113212128_7840568349069601436_o
Sveinn Arnar Sæmundsson kórstjóri.
15196052_1168766099878796_8273574393979063140_o
Sveinn Arnar Sæmundsson einbeittur á svip á æfingunni.

15128859_1166874236734649_7531472724629530499_o