Það var margt um manninn þegar kveikt á jólaljósunum á Akratorgi laugardaginn 26. nóvember. Michał Mogiła tók þetta myndband sem sýnir undirbúninginn fyrir hátíðina og skemmtunina á 60 sekúndum. Það var vel gert Michal – takk fyrir myndbandið. Jólatréð var gróðursett fyrir um 30 árum í landi Stóru-Fellsaxlar norðan megin við Akrafjall.
Að venju var athöfnin hátíðleg. Skólakór Grundaskóla hóf athöfnina með flutningi á nokkrum jólasöngvum undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur.
Sigríður Indriðadóttir, forseti bæjarstjórnar, sagði frá uppruna trésins og aðstoðaði systkynin Wiktoriu Fiszer 8 ára og Przemyslaw Fiszer 12 ára við að kveikja ljósin á jólatrénu. Þrælvilltir jólasveinar komu á svæðið og tóku nokkur lög – og þeir laumuðu einnig mandarínum í lófa gesta sem voru flestir af yngri kynslóð Skagamanna.