„Áhuginn hefur bara aukist með árunum“

„Ég hef alltaf verið í íþróttum og æfði körfubolta mjög lengi. Þegar ég var í 8. bekk í Heiðarskóla þá fékk ég áhuga á lyftingum og fór að pæla í því hvernig ég gæti valið betri mat og næringu. Frá þeim tíma hefur áhuginn bara aukist og ég stefni á að útrskrifast með mastersgráðu í íþrótta – og heilsufræði frá Háskóla Íslands í vor,“ segir hinn 26 ára gamli Sigurjón Ernir Sturluson sem ætlar á næstu misserum að gefa lesendum skagafrettir.is góð ráð varðandi hreyfingu og mat.

Pistlar eftir Sigurjón verða birtir með reglulegu millibili á skagafrettir.is –

þar sem hann mun gefa góð ráð varðandi hreyfingu og næringu.

Það er nóg að gera hjá Sigurjóni sem vinnur mörg störf samhliða náminu og sinnir fjarþjálfun samhliða því að æfa sjálfur gríðarlega mikið.

„Árið 2006 fór ég að prófa Boot Camp hjá Jóhanni Pétri Hilmarssyni. Ég fékk mikinn áhuga og árið 2009 tók ég þjálfararéttindi í því. Samhliða BootCamp æfingunum fór ég að prófa mig áfram í götu – og fjallahlaupum, CrossFitt og ýmsum þrekkeppnum,“ segir Sigurjón en hann hefur náð fínum árangri í ótrúlega mörgum keppnisgreinum.

 

Snapchat: sigurjon1352

Það er í mörg horn að líta hjá Sigurjóni, hann vinnur mörg störf meðfram náminu, og hann á kærustu sem heitir Simonu Vareikaité. Þau æfa mikið saman og eru samstíga í því sem þau eru að gera í hreyfingunni og matarræðinu.

„Við búum í Reykjavík. Ég vinn í fyrirtækinu Sportvörum og tek einnig vaktir í Járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga. Ég er með einkaþjálfarapróf og hef nýverið bætt við fjarþjálfun fyrir þá sem vilja æfa sjálfir en fá góðar leiðbeiningar frá fagmanni. Ég aðstoða við hlaupaþjálfun, lyftingar og hvernig á að bæta matarræðið með æfingunum.“

screen-shot-2016-11-29-at-11-27-44-pmFacebook : Fjarþjálfun Sigurjóns Ernis

Sigurjón hefur vakið athygli fyrir að nota samskiptamiðilinn Snapchat á meðan hann er að keppa og þá sérstaklega þegar hann er að hlaupa. „Ég er með sigurjon1352 og ég snappa í keppnum og skiptir engu máli í hvernig keppni það er,  fjalla -götu eða maraþonhlaup. Ég snappa einnig frá flestum lyftingaæfingum. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með mér þar geta bætt mér við á vinalistann á snappinu;  Snapchat: sigurjon1352.

Facebook: Hollustu-Uppskriftir Sigurjóns Ernis

Ættfræðitréð:

Foreldrar Sigurjóns eru þau Halla Sigurgeirsdóttir og Sturla Einarsson. Halla býr í Reykjavík en Sturla er látinn. Afi og Amma Sigurjóns í móðurætt eru þau Jóhanna Ólafsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson frá Völlum. Afi og Amma Sigurjóns í föðurætt eru þau Unnur Haraldsdóttir og Einar Sturluson. Sigurjón á einnig þrjú hálfsystkini þau Atla, Guðlaugu og Einar ásamt þremur fóstursystrum Sigríði, Hönnu og Guðbjörgu. Tvíburabróðir Sigurjóns er hann Guðmann Geir Sturluson sem býr á Akranesi ásamt sinni fjölskyldu. Sigurjón og Guðmann fæddust í Reykjavík en fimm ára fluttu þeir að Hnúki í Hvalfjarðarsveit og ólust þar upp hjá Sigrúnu og Jóni. Sextán ára gamlir færðu þeir sig yfir á næsta bæ til ömmu sinnar Jóhönnu Ólafsdóttir. Sigurjón bjó hjá Jóhönnu ömmu sinni í þrjú ár áður en hann lagði land undir fót og flutti til Reykjavíkur til að sinna námi í íþróttafræðinni.

 


screen-shot-2016-11-29-at-11-28-48-pm