Þau gleðitíðindi bárust í dag að Garðar Gunnlaugsson og Ólafur Valur Valdimarsson hafa framlengt samninga sína við ÍA. Þar að auki hefur enski leikmaðurinn Iain Willamson, sem var í láni hjá ÍA frá Víkingi í Reykjavík, samið við félagið til eins árs.
Garðar var markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð en hann skorai 14 mörk en alls hefur hann leikið 254 leiki fyrir ÍA og skorað 121 mark.
„Ég er mjög glaður að tilkynna að ég hef framlengt samnning mínum við ÍA. Þetta er minn uppeldisklúbbur og í raun eini klúbburinn sem ég vil spila fyrir á Íslandi. Það kom því aldrei neitt annað til greina en að framlengja enda spennandi tímar framundan og mikið af ungum flottum strákum að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokk. Áfram ÍA,“ skrifar Garðar á fésbókarsíðu sína.
Ólafur Valur er 27 ára gamall og hefur leikið 180 mfl. leiki og skorað 16 mörk. Hann varð fyrir erfiðum meiðslum árið 2013 þegar hann sleit aftara krossband í hné og hefur hann smátt og smátt verið að ná fyrri styrk.
Garðar: „ÍA er eini klúbburinn sem ég vil spila fyrir á Íslandi“
„Þetta eru frábærar fréttir fyrir félagið, Garðar hefur svo sannarlega farið fyrir sóknarleik liðsins undanfarin ár og verið einn af leiðtogum liðsins, og Ólafur Valur er að ná sínum fyrri styrk eftir slæm meiðsli og við væntum mikils af honum á næsta tímabili.“