„Ótrúlega gaman að uppfylla drauma fólks“

Það eru spennandi dagskrá í Akranesvita um næstu helgi en þar verður opnuð sýning hjá ungverskri konu sem heimsótti vitann í sumar. Tara Wills heitir konan en Sigurbjörg Einisdóttir mun einnig opna málverkasýningu á sama stað og sama tíma.

„Það er ótrúlega gaman að upplifa svona hluti. Mills er ljósmyndari og semur einnig lög og texta. Þegar ég hitti hana í haust þá sagði hún mér að það væri draumurinn að halda ljósmyndasýningu í vita og hana langar að búa í vita síðar á ævinni. Það er ótrúlega gaman að geta uppfyllt drauma fólks og fá að taka þátt í svona verkefni,“ sagði Hilmar Sigvaldason við skagafrettir.is.

Spennandi dagskrá í Akranesvita á laugardaginn

Wills er lögblind og býr í Búdapest en hún hefur m.a. sungið lög eftir íslenskt tónlistarfólk á borð við Grétu Salóme Stefánsdóttur. Hér fyrir neðan má heyra og sjá hennar túlkun á laginu.

Sýningin hennar Wills ásamt málverkasýningu Sigurbjargar Einisdóttur opnar í Akranesvita laugardaginn 3. desember kl. 14.00.