Pistill: „Taktu á því maður!“

Sigurjón Ernir Sturluson mastersnemi í íþróttafræði

– úrdráttur úr pistli hans á fésbókinni:

*Það eru margir allt of margir hlauparar sem æfa nánast eingöngu í langan tíma á 60-70% ákefð (þægilegt skokk) og vonast til að bæta úthald og þol.

*Til að bæta hraða, styrk og þol er mikilvægt að fá púlsinn upp með meiri hraða og þannig virkja fleiri vöðva í líkamanum, og þá sérstaklega fyrir þá sem stunda þolgreinar.

Það má alveg vinna hratt þótt breytingin gerist hægt

 

*60-70 % ákefð í lengri tíma er ekki það besta fyrir þá sem vilja brenna fitu, auka þol og styrkja líkamann. Því til að hámarka fitubrennslu er best að taka vel á því og hvíla inná milli.

*Ef þú ert við góða heilsu og ekki með undirliggjandi sjúkdóma þá er ekkert að því að taka vel á því (jafnvel fá smá blóðbragð í hálsinn) af og til í æfingunum.

Til að hámarka fitubrennslu er best að taka vel á því og hvíla inná milli

*Interval þjálfun eða lotuþjálfun er æfingkerfi sem ég mæli með og byggir hratt upp úthald, snerpu og styrk.

*Kerfið byggir á lotum þar sem ákefðin er mikil og góð hvíld er á milli lota.

*Ákefðin er aukin jafnt og þétt – og byrjað er rólega.

*„Góðir hlutir gerast hægt“. Það má alveg vinna hratt þótt breytingin gerist hægt.

Kostirnir við slíka þjálfun eru m.a:

*Þú brennir mun meiri fitu.
*Þú virkjar betur vöðvana og styrkist því meira.
*Þú bætir þolið til muna.
*Þú æfir ekki jafn lengi.
*Þú ferð að sjá og finna fyrir meiri árangri.
*Vellíðan eftir æfingu er mun meiri.
*Þú lítur út fyrir að vera grjótharður í ræktinni.

Ókostir við slíka þjálfun er m.a.:

*Þú svitnar sennilega aðeins meira.
*Það er mun erfiðara að fylgjast með öllu sem er að gerast á fréttamiðlum í símanum meðan æfingu stendur.
*Þú græðir auka tíma vegna styttri æfingar, sem þú eyðir sennilega á facebook og ekki máttu við því að auka þá notkun 😉

Ráðleggingarnar í heild sinni má lesa á fésbókarsíðu Sigurjóns.