„Þetta er uppáhaldsjólalagið mitt“

Inga María Hjartardóttir hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir söng sinn en hún stundar nám við ein virtasta listaháskóla veraldar. Inga María, sem er fædd árið 1994, er Akurnesingur og útskrifast úr Berklee háskólanum í Bandaríkjunum í desember. Nýverið gaf Inga María út þekkt jólalag sem margir þekktir listamenn hafa sungið í gegnum tíðina.

Lagið heitir Have Yourself a Merry Little Christmas.

„Ég átti fjóra tíma í einu af besta hljóðverinu hér í skólanum og ég fékk tímana þegar allir voru fjarverandi um Þakkargjörðarhátíðina. Þetta er uppáhaldsjólalagið mitt og allir sem komu að þessu eru vinir mínir úr skólanum,“ sagði Inga við skagafrettir.is þegar hún var innt eftir upplýsingum um lagið.

Ég fæ atvinnuleyfi í eitt ár hér í Bandaríkjunum

Inga verður hér á landi um jólahátíðina en stefnan er sett á Los Angeles í byrjun næsta ár. „Ég fæ atvinnuleyfi í eitt ár hér í Bandaríkjunum og ég ætla að reyna að nýta það í að afla mér reynslu. Ég er að leita mér að vinnu við markaðssetningu, viðburðaskipulagningu eða rannsóknum á samfélagsmiðlum. Þetta eru allt fög sem ég hef verið að stunda í skólanum meðfram tónlistinni,“ sagði Inga María.

Ég er að leita mér að vinnu

Lagið er eftir þá Hugh Martin og Ralph Blane. Judy Garland söng það fyrst árið 1944 enFrank Sinatra gerði lagið að því sem það varð síðar. Samkvæmt tölfræðinni er þetta lag þriðja mest spilaða jólalag allra tíma.

screen-shot-2016-12-02-at-10-57-21-pm