„Tók mig ekki nema 25 ár að skrifa bókina“

Viðtal við Ársæl Arnarsson, sem tileinkar Skagamanni bókina sem tók hann 25 ár að koma frá sér:

Ég tileinka þessa bók minningu Sigurðar Sveins Péturssonar sem var samferðamaður minn í gegnum háskólanámið. Siggi Sveinn var Skagamaður eins og ég, einstakt ljúfmenni, en hann lést langt fyrir aldur fram,“ segir Ársæll Arnarsson sem nýverið gaf út bókina Síðustu ár sálarinnar. Fyrsta prentun bókarinnar seldist upp strax og hafa viðtökur lesenda verið góðar.

Ársæll Arnarsson. Mynd/Höski

Það tók mig ekki nema 25 ár að skrifa „Síðustu ár sálarinnar“ þannig að þetta streymir ekki beinlínis frá mér. Það er mjög gaman að skrifa og ég mun örugglega halda því áfram hvort sem ég birti eitthvað á næstunni eða ekki,“ segir Ársæll sem fæddist á Akranesi árið 1968 en þegar hann var tvítugur þá fór hann í háskólanám í Reykjavík með smá útúrdúr á vetrarvertíð í Ólafsvík.

„Ég hef brallað ýmislegt frá því ég fór frá Akranesi. Ég kláraði BA-gráðu í sálfræði og tók síðan MSc-gráðu í taugalífeðlisfræði. Samhliða náminu var ég svo heppinn að fá vinnu í sumarbúðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal og þar vann ég með skóla í tíu ár. Árið 1997 skipti ég yfir í lyfjabransann og þar starfaði ég í áratug. Fyrst í markaðsmálum hjá svissneska fyrirtækinu Novartis og síðar á þróunarsviði Actavis.

Ég ætlaði í annað fag en var of seinn að skrá mig

Samhliða þessu kenndi ég við Lífeðlisfræðistofnun Háskóla Íslands. Mér líkaði vel í starfinu mínu en kennslan togaði samt alltaf sterkar og sterkar í mig, Ég sótti um stöðu við sálfræðideild Háskólans á Akureyri og fékk hana. Ég hef verið þar síðastliðinn 10 ár og árið 2009 lauk ég doktorsprófi í Líf- og læknavísindum. Ég fékk prófessorsstöðu fljótlega eftir það. Það hefur verið smá þeytingur á mér á undanförnum mánuðum því við fjölskyldan fluttum í Kópavog en ég er enn að kenna á Akureyri og það fylgja því mikil ferðalög að sjálfsögðu.“

Ársæll á stóra og samheldna fjölskylda á Akranesi og marga vini þar að auki.

Móðir hans er Guðný Ársælsdóttir fyrrum ríkisstjóri dóttir Ársæls Valdemarssonar ökukennara sem meðal annars vann lengi í íþróttahúsinu á Vesturgötu og Aðalheiðar Oddsdóttur sem vann mörg ár í þvottahúsinu á Höfða. Faðir hans er Arnar Sigurðsson sem hefur lengst af verið búsettur í Svíþjóð en foreldrar hans þau Sigurður Arnmundsson bátasmiður og Valgerður Þórólfsdóttir verkakona bjuggu á Háholti 12. Uppeldisfaðir Ársæls er Róbert Júlíusson sem einnig er búsettur á Akranesi. Tvær systur hans, þær Áslaug og Alda, eru búsettar á Skaganum en tvær eru í Svíþjóð Ólöf og Rakel.

Fótboltaleikir á Skaganum eru eins og ættarmót

„Ég reyni að koma eins oft og ég get á Akranes. Ferðunum hefur fjölgað eftir að við fluttum frá Akureyri og það er einn af stóru kostunum að hafa komið suður. Fótboltaleikir með ÍA er eitt af því sem ég reyni ekki að missa af, það er eins og að fara á ættarmót. Fólkið á Skaganum er það sem maður saknar þegar maður flytur. Börnin mín þekkja ræðurnar mínar sem ég held þegar við förum á rúntinn á Akranesi þar sem ég segi sögur af fólki og öllu því sem gerðist á viðkomandi stöðum.“

Fólkið á Skaganum er það sem maður saknar

Brokkgeng byrjun á háskólanáminu varð til þess að Ársæll fór í sálfræðinámið – fyrir slysni.

„Ég ætlaði í annað fag en var of seinn að skrá mig. Ég valdi sálfræðina því ég hélt að ég gæti fengið þau fög metin í námið sem ég ætlaði að fara í. Ég fékk uppljómun í tímum í taugalífeðlisfræði og heimspeki – og ég kunni ljómandi vel við mig í þessu fagi. Þar að auki var ég með ljómandi skemmtilegu fólki í þessu námi. Og þar var Sigurður Sveinn Pétursson sem ég tileinka þessa bók. Eftir BA-gráðunum hélt ég í meistaranám í í lífeðlisfræði og í rannsóknum á starfsemi augans. Eru þau ekki einmitt spegill sálarinnar?

Að mati Ársæls er erfitt að finna áhugaverðara efni til að skrifa um en mannsálina. 14963396_1164257323649801_1044246618021523060_n

„Höfum við sál? Og hvað felst þá í henni. Er þetta ekki þetta ekki eitthvað sem við höfum öll gaman af því að pæla í, hvort sem við trúum á hana eða ekki. Það er ekki langt síðan að þetta var aðal viðfangsefni hverrar manneskju – að varðveita sína sálarheill, og fræðimenn á flestum sviðum kepptust við að skrifa um hana.

Mig langaði að skrifa skemmtilegt fræðirit sem allir gætu lesið

skb00230
Ársæll hefur lítið breyst frá því hann var nemandi í FVA seint á síðustu öld.

Í þessari bók fer ég yfir helstu hugmyndir Vesturlandabúa um sálina allt frá tímum Forngrikkja, en þær hafa frá upphafi verið bæði margbreytilegar og oft óskýrar.

Í nútímanum er sálin hins vegar einhver afgangsstærð sem engin fræði fjalla um nema guðfræðin. Meira að segja þau vísindi sem heita sálfræði hafa engan áhuga á þessu fyrirbæri.

Það er engin sálfræðingur sem þekkir haus né sporð á sálinni. Þetta áhugaleysi reyni ég líka að fjalla um. Hvernig glataði maðurinn sálinni?

Að minnsta kosti fræðilega séð. Og mig langaði til að skrifa skemmtilegt fræðirit sem allir gætu lesið,“ sagði Ársæll Arnarsson.
mix-capitalism-1
x