Líf og fjör á Vitakaffi – „ánægður með Skagamenn“

„Það hefur verið mikið líf og fjör á þeim kvöldum þar sem við höfum verið með PubQuiz hjá okkur og það verður án efa enn meira þegar við bætum Jóla fyrir fyrir framan,“ segir Bjarni Kristófersson eigandi veitinga – og skemmtistaðarins Vitakaffis. Á föstudaginn verður mikið lagt í JólaPubQuiz sem þeir Víðir og Bjössi hafa lagt mikla vinnu í að útbúa en veislan hefst kl. 21.30.

„Það eru oft 50 manns að mæta á þetta hjá okkur en við vonumst til þess að fá enn fleiri. Þú þarft ekkert að vera með neinn með þér, mætir bara og við búum til liðin. Spurningarnar eru fjölbreyttar og allir geta verið með. Víðir Jónasson og Sigurbjörn Hauksson eru mennirnir á bak við þetta. Þeir hafa fengið fjölmörg fyrirtæki til þess að gefa vinninga í þetta. Þar á nefna gistingu fyrir tvo ásamt morgunverði á Hótel Sauðafelli, vinningar frá Mozart, Garðakaffi, Kallabakaríi, Vitakaffi, Bíóhöllinni, Face, Omnis og fleirum.“

Bjarni hefur rekið Vitakaffi í rúmlega tvö ár. Á undanförnum mánuðum hefur reksturinn verið aðlagaður og útfærður.
mix-capitalism-1
„Við erum alltaf með opið um helgar frá 9-03 á föstudögum og laugardögum. Við sníðum opnunartímann á öðrum dögum í kringum stórviðburði í sjónvarpsútsendingum frá enska boltanum og Meistaradeild Evrópu. Ég er bara ánægður með hvernig Skagamenn hafa tekið okkur og það er alltaf eitthvað í boði um helgar. Það eru oftast heimamenn sem eru að skemmta hér á Vitakaffi. Þar ber nefna Gunnar Sturlu, Hlyn Ben., Marinó og Sigga Pícaso, og ekki má gleyma DJ Swingman,“ segir Bjarni.

Það er alltaf eitthvað

í boði um helgar

Á föstudaginn mætir trúbadorinn Tryggvi Vilmundar á svæðið. Hann slær fyrstu hljómana á miðnætti. Og á laugardaginn verður DJ Swingman í jólastuði frá kl 23 og ég get lofað því að hann spilar Nínu með Eyfa og Stebba.

„Það kostar þúsund kall inn á JólaPubQuiz kvöldið og einn kaldur fylgir með. Ég veit vel að það er verðlaunamynd byggð á ævi Bítilsins Johns Lennons í gangi á RÚV á þessum tíma – en ég veit það af fyrri reynslu að er hægt að horfa á þá mynd á VOD-inu síðar,“ bætti Bjarni við.

15403017_10210414024021151_2028184047_n