Taktu þátt í kosningu um jólahurðir í Brekkó!

Nemendur á unglingastigi Brekkubæjarskóla á Akranesi hafa á undanförnum vikum unnið hörðum höndum í hugmyndavinnu við að  skreyta hurðirnar á skólastofum sínum. Nemendurnir fá síðan þrjá klukkutíma í verkið sjálft og afraksturinn er glæsilegur. Þessi skemmtilega verkefni á sér nokkuð langa sögu er metnaðurinn til staðar hjá krökkunum eins og sjá má á þessum myndum.

Sérvalinn dómnefnd er nú við störf. Nefndin skilar af sér á mánudagskvöld. Á þriðjudaginn verður tilkynnt um úrslitin, þar sem fallegasta skreytingin verður valinn og einnig sú frumlegasta.

Lesendur skagafrettir.is geta tekið þátt og gildir kosningin hér sem eitt atkvæði í kosningunni. Kosningunni lýkur á mánudagskvöldið.

Þar sem þetta er nú skólatengt má geta þess að orðið dyr merkir op eða inngangur, t.d. inn í hús, herbergi eða bíl. Hurð er hins vegar einhvers konar fleki sem nota má til að loka opinu, innganginum. Við þetta er síðan bætt athugasemd um æskilegt málfar: Því er eðlilegt að tala um að opna og loka dyrunum sem maður fer inn um (eins og talað er um að opna og loka gati eða opi). Síður skyldi segja: „opna hurðina, loka hurðinni.“

Fallegasta skreytingin:

Frumlegasta skreytingin:

 

Skreyting A. 

img_2232

Skreyting B.

img_2235

Skreyting C: 

img_2226

Skreyting D:

img_2223


Skreyting E:

img_2219

Skreyting F: 

img_2214