Yngstu nemendurnir í Grundaskóla báru sigur úr bítum í árlegri kaffistofukeppni en dómnefnd greindi frá úrslitunum í gærkvöld. Dýrin í Hálsaskógi var þemað hjá yngsta stiginu og við hér á skagafrettir.is óskum þeim til hamingju með árangurinn. Samkvæmt fésbókarsíðu Grundaskóla eru aðrar deildir skólans að íhuga málaferli vegna niðurstöðu dómnefndarinnar.
Hér má sjá enn fleiri myndir frá kaffistofukeppninni.