Skarphéðinn nálgast óðfluga 1000 „læk“

Eins og áður hefur komið fram hér á skagafrettir þá ríkir góð stemmning hjá starfsfólkinu á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, – og ekki síst hjá frændunum þremur sem vilja fá aðstoð frá ykkur í skemmtilegum leik. Fannar Sólbjartsson, tölvusérfræðingur HVE, stendur á bak við keppni sem er á milli sjúkraflutningamannanna Skarphéðins Magnússonar og Sigurðar Más Sigmarssonar.

Fyrir tveimur dögum sögðum við hér á skagafrettir.is frá þessum leik og er óhætt að segja að viðbrögðin hafi verið góð. Skarphéðinn er nú þegar kominn yfir 710 „læk“ og vantar örlítið meira til þess að ná markmiðinu.

Keppnin gengur út á það að fá sem flest læk á færsluna sem er hér fyrir neðan. Ef Skarphéðinn fær 1000 læk á sína færslu ætlar hann að safna hári í þrjá mánuði en það er eins og sést á myndinni ekki hans sterkasta hlið. Sigurður Már ætlar hinsvegar að raka hluta af hárlubbanum af sér ef Skarphéðinn fær 1000 „læk“.

„Sigurður Már átti þessa hugmynd og hann sagði frá henni fyrir þremur mánuðum eða svo. Ég henti síðan þessu á fésbókina einn morguninn með samþykki Skarphéðins. Sigurður Már tók síðan við keflinu og ætlar að vera samtaka Skarphéðni í þessu,“ sagði Fannar við skagafrettir.is.

Til að taka þátt þá er einfalt að smella á myndina hérna fyrir neðan, henda einu læki á þá Skarphéðinn, og sjá hvað gerist.