„Begga“ fékk nýja „dellu“ – bólstrar gamla stóla

„Mér finnst gríðarlega gaman að sjá gamla og illa farna hluti öðlast nytt líf. Það drífur mig áfram í að gera þetta. Ég er dellumanneskja og ég prófa margt, ef það virkar ekk þá held ég bara áfram og finn eitthvað annað,“ segir Skagakonan Berglind Guðmundsdóttir sem fékk óvenjulega en skemmtilega „dellu“ fyrir nokkrum misserum og fór að bólstra húsgögn í frístundum.

„Ég hef alltaf verið veik fyrir gömlum húsgögnum,“ segir Berglind við skagafrettir.is þegar hún er innt eftir því hvernig þetta áhugamál kom til sögunnar. „Ég hef farið á námskeið í pólerun og ég hef alltaf verið að vesenast með þau, gera þau upp og mála. Fyrir einu og hálfu ári síðan sá ég hægindastól á sölusíðu á netinu, ég er hvatvís og fljótfær, og ég keypti stólinn. Það kom síðan í ljós að stólinn var verr farinn en ég átti von á og það var dýrt að bólstra hann. Ég skráði mig því á 16 tíma námskeið í Tækniskólanum í bólstrun,“ segir Berglind þegar hún rifjar upp hvernig þetta byrjaði allt saman.

„Stólinn sem ég keypt reyndist of stórt verkefni í Tækniskólanum og ég leitaði því einhverju litlu og krúttlegu til að bólstra. Ég fann símastólinn en ég komst fljótt að því að ég vissi ekkert um bólstrum. Kennarinn minn var ekki alltof glaður með þessa ákvörðun hjá mér,“ segir Berglind í léttum tón.

„Það sem kom mér á mest á óvart er hversu erfitt þetta er. Það er mikil vinna sem fer í að rífa þetta gamla af og undirbúa fyrir nýtt. Ég var gjörsamlega handlama og með blöðrur eftir fyrsta kvöldið á námskeiðinu. Ég ætlaði mér að klára þetta af í snatri á tveimur kvöldum en ég hafði ragnt fyrir mér – þetta var miklu meiri vinna en ég átti vona á.“

Beglind vinnur í Tónlistarskólanum á Akranesi en hún hefur ekki hug á að leggja bólstrarastarfið fyrir sig.

„Ég er ekki viss um að ég vilji vinna við þetta. Næsta verkefni hjá mér er að gera upp og bólstra gamlan stól úr Akraborginni sem er líklega 30-40 ára gamall. Ég fékk hann frá Þórði Hjálmssyni fyrir fyrir +30 árum. Ef ég kemst í almennilega aðstöðu þá fer í að gera upp sófasett og slíkt en ég hef ekki pláss í það eins og er,“ sagði Berglind Guðmundsdóttir.

15666450_10208418287798961_909982979_n 15645012_10208418286638932_265563978_n 15644443_10208418281958815_611854864_n 15682641_10208418285198896_11040209_n