Anna fór 202 ferðir á Akrafjallið á árinu 2016

„Það sem hefur komuð mér hvað mest á óvart er hversu skemmtilegt það er að ganga á fjallið á veturnar, það er talsvert meiri áskorun hvað veður og færð varðar og þá skiptir öllu máli að vera vel búin. Annars er engin ferð eins. Það er alltaf eitthvað nýtt að sjá, upplifa og njóta,“ segir Anna Júlía Þorgeirsdóttir við skagafrettir.is. Anna setti persónulegt met á árinu 2016 þegar hún fór 202 ferðir á Háahnjúk á Akrafjalli.

„Ég fór síðustu ferðina á Gamlársdag og það var frábært að enda árið með góðri göngu og heitu kakói á toppnum,“ segir Anna en hún fékk Akrafjallsbakteríuna í júní árið 2015 eftir að hafa byrjað að ganga á fjöll árið 2014.

Frábært að enda árið

með góðri göngu og heitu kakói á toppnum

„Ég setti mér það markmið að fara einu sinni í viku til að byrja með, ferðunum fjölgaði smátt og smátt. Í lok ársins 2015 voru þær 100. Ég setti mér því nýtt markmið fyrir árið 2016 að gera enn betur. Í janúar og febrúar gekk ég oftast á Háahnjúk eða alls 46 sinnum. Ég gekk síðan jafnt og þétt yfir árið en sjaldnast í desember vegna vinnu. Ég fer eins oft og ég get eða allt upp í sex sinnum í viku.

Keppnisskapið er svo sannarlega til staðar hjá Önnu sem tekur yfirleitt tímann sem það tekur að fara upp á Háahnjúkinn. „Ef það er einhver á undan – eða eftir mér þá næ ég yfirleitt besta tímanum. Þá brýst keppnisskapið út.“

 

Útsýnið frá Háahnjúk er einstak. Mynd/AJÞ
Útsýnið frá Háahnjúk er einstak. Mynd/AJÞ

Anna segir að fjallgangan sé besta líkamsrækt og útivera sem hún hafi kynnst. „Það sem ég fæ mest út úr þessu er hvað þetta er gott fyrir sálina. Hreyfihugleiðsla er líka orð sem ég hef notað, og sigurtilfinningin sem ég finnn þegar ég kemst á toppinn er einstök. Það er líka nauðsynlegt að setjast niður í nokkrar mínútur á toppnum, finna kyrrðina og njóta útsýnisins sem er stórkostlegt. Ég kem alltaf endurnærð niður af fjallinu og það er ótrúlega mikil orka í þessu fjalli,“ segir Anna Júlía.

Eins og áður segir byrjaði Anna Júlía að ganga reglulega á Akrafjallið í júní 2015 en hún skildi aldrei þessa „fjallasýki“ sem ég hafði heyrt frá öðrum sem voru að ganga á fjöll. Ég hef alltaf verið mikill „innipúki“ og það kom mér mikið á óvart hversu skemmtilegt þetta er. Í upphafi fór ég aðeins í mjög góðu veðri. Þegar reyndur göngugarpur í fjallinu sagði mér frá hversu dásamlegt það er að fara í fjallið yfir veturinn og í myrkri með ljós þá fannst mér það bilun. Með hverri ferð sem maður fer eykst kjarkurinn. Nú fer ég fer í allskonar veðri allan ársins hring jafnvel í svarta myrkri og þoku. Eina sem stoppar mig er mjög hvass vindur.“

Nú fer ég fer í allskonar veðri allan ársins hring

Anna er byrjuð að safna fjöllum víðsvegar um landið og hún gekk í sumar á Heiðarhorn í Skarðsheiðinni, Strút í Borgarfirði, Bæjarfjallið við Dalvík, Helgafell við Hafnarfjörð og Eldfell og Helgafell í Vestmannaeyjum . „Mér finnst þetta rosalega gaman og ég er bara rétt að byrja,“ sagði Anna Júlía Þorgeirsdóttir.

 

Hér er þoka í fjallinu. Mynd/AJÞþ
Hér er þoka í fjallinu. Mynd/AJÞ
15817653_10210376489361246_160626474_o
Séð yfir Berjardalsá í einni af vetrarferðinni. Mynd/AJÞ
15820538_10210376485041138_1102200658_o
Anna segir að fjallgangan sé besta líkamsrækt og útivera sem hún hafi kynnst. Mynd/AJÞ.
15817663_10210376495921410_172402480_o
Andstæður, sumarmynd er hér fyrir ofan og veturinn ræður ríkjum á þessari mynd við Háahnjúk. Mynd/AJÞ.

15824362_10210376491881309_897650444_o

Útsýnið frá Háahnjúk er einstak. Mynd/AJÞ
Útsýnið frá Háahnjúk er einstak. Mynd/AJÞ
15820574_10210376473320845_409241682_o
Lagt af stað á fjallið í góðu veðri og magnaðri birtu. Mynd/AJÞ.
Hér er þoka í fjallinu. Mynd/AJÞþ
Hér er þoka í fjallinu. Mynd/AJÞþ

15824469_10210376467000687_448733567_o