SkagaTV: Dagur í lífi sundmanns á Akranesi

Ágúst Júlíusson sundmaður úr ÍA er í fremstu röð á landsvísu og landsliðsmaður. Ágúst var í öðru sæti í kjörinu á íþróttamanni ársins á Akranesi 2016 en hann hafði titil að verja frá árinu 2015.

Ágúst hefur tvívegis verið kjörinn íþróttamaður Akraness, 2014 og 2015 en hann hefur vakið athygli fyrir árangur sinn þar sem hann vinnur 100% starf í Norðuráli samhliða sundæfingunum.

Í þessu skemmtilega og áhugaverða myndbandi, sem Kristinn Gauti Gunnarsson gerði nýverið, er dagur í lífi sundmannsins tekinn saman. Vel gert Kristinn og Ágúst.

Íþróttamaður Akraness 2015 Ágúst Júlíusson from ÍA on Vimeo.