Magnús er 78 ára og rífur í lóðinn af krafti

Líkamsræktin er í forgangi hjá mörgum þessar vikurnar og Skagamenn eru duglegir að mæta á þá staði þar sem hægt er að hreyfa sig. Magnús Ólafsson er 78 ára gamall og hann hefur lagt mikið á sig á undanförnum árum í líkamsræktinni.

Hann setti sér það markmið að lyfta 140 kg. í réttstöðulyftu og hann fór létt með það eins og sjá má á þessu myndbandi sem Kristín Halldórsdóttir einkaþjálfari birti á fésbókinni.

Vel gert Magnús – og við skorum á þig að snara í tvöfaldan aldur í kg. næst þegar þú setur þér markmið, 156 kg. á stöngina takk.

 

15977615_10154958516482082_2987259536294742079_n