Skagamenn mæta meistaraliði FH í fyrsta leik Pepsi-deildarinnar

Leikjadagskrá sumarsins 2017 í Pepsideild karla liggur nú fyrir. Skagamenn fá svo sannarlega stór verkefni í fyrstu umferðunum. Íslandsmeistaralið FH mætir á Norðurálsvöllinn strax í 1. umferð. ÍA fær síðan bikarmeistaralið Vals í heimsókn í næstu umferð þar á eftir og í þriðju umferð verða KR-ingar mótherjar ÍA í Vesturbænum.

Ekki er búið að raða einstökum leikjum niður á keppnisdaga en það er von á skemmtilegu fótboltasumri. Í lokaumferðinni verður sannkallaður Vesturlandsslagur þar sem að Víkingar frá Ólafsvík mæta á Norðurálsvöllinn.

Leikjadagskrá mfl. ÍA í Pepsi-deild karla er eftirfarandi:

1. umferð:
ÍA – FH / Norðurálsvöllurinn.

2. umferð:
ÍA – Valur / Norðurálsvöllurinn.

3. umferð:
KR – ÍA / Alvogenvöllurinn.

4. umferð:
ÍA – Grindavík / Norðurálsvöllurinn.

5. umferð:
ÍBV – ÍA / Hásteinsvöllur

6. umferð:
ÍA – Breiðablik /  Norðurálsvöllurinn.

7. umferð:
KA – ÍA / Akureyrarvöllur.

8. umferð:
ÍA – Fjölnir / Norðurálsvöllurinn.

9. umferð:
Stjarnan – ÍA / Samsung völlurinn

10. umferð:
ÍA – Víkingur R. / Norðurálsvöllurinn.

11. umferð:
Víkingur Ó. – ÍA / Ólafsvíkurvöllur

12. umferð:
FH – ÍA / Kaplakrikavöllur.

13. umferð:
Valur – ÍA / Valsvöllur

14. umferð:
ÍA – KR / Norðurálsvöllurinn.

15. umferð:
Grindavík – ÍA / Grindavíkurvöllur

16. umferð:
ÍA – ÍBV / Norðurálsvöllurinn.

17. umferð:
Breiðablik – ÍA / Kópavogsvöllur

18. umferð:
ÍA – KA / Norðurálsvöllurinn.

19. umferð:
Fjölnir – ÍA / Extra völlurinn.

20. umferð:
ÍA – Stjarnan / Norðurálsvöllurinn.

21. umferð:
Víkingur R. – ÍA / Víkingsvöllur.

22. umferð:
ÍA – Víkingur Ó. / Norðurálsvöllurinn.

15977615_10154958516482082_2987259536294742079_n