„Skarpi“ safnar hári – „Siggi“ fær lítinn stuðning frá fjölskyldunni

„Ég og fjölskyldan mín erum mun rólegri yfir því sem á eftir að gerast en fjölskylda Sigga og hans nánustu,“ segir Skarphéðinn Magnússon sjúkraflutingamaður á HVE en hann er byrjaður að safna hári eftir að hafa fengið 1000 læk á áskorun sem sett var fram á fésbókinni fyrir nokkrum vikum.

Sigurður Már Sigmarsson, vinnufélagi „Skarpa“, tekur einnig þátt í þessu uppátæki en hann ætlar að raka af sér hárið til þess að styðja við bakið á frænda sínum næstu þrjá mánuði á meðan hársöfnunin stendur yfir.

„Maggý (Margrét Kristinsdóttir) konan hans Sigga er nú þegar byrjuð að fá hroll yfir því að hann verði sköllóttur og dætur hans taka einnig undir þetta. Dætur hans segja að pabbi þeirra sé með ljótt höfuðlag og verði hreinlega ógeðslegur þegar búið verður að raka hann. Kiddi sonur hans Sigga er einnig ósáttur með frænda sinn, Fannar Sólbjartsson, sem byrjaði á þessu öllu saman hér á HVE. Kiddi er á því að Fannar eigi að gera þetta sjálfur,“ segir Skarphéðinn við skagafrettir.is.

Þann 1. mars verður Siggi sendur í klippingu þar sem hárið verður rakað af og reynt að líkja sem mest eftir ástandinu á Skarpa á sama tíma. Það eru spennandi vikur framundan í þessari skemmtilegu áskorun.

Skarphéðinn nálgast óðfluga 1000 „læk“

15977615_10154958516482082_2987259536294742079_n