Stúlkurnar í aðalhlutverki í Hátónsbarkakeppninni

Það stendur mikið til þriðjudaginn 24. janúar í Tónlistarskóla Akraness. Þar fer fram hin árlega Hátónsbarkakeppni þar sem ungir söngvarar úr grunnskólum Akraness sýna hvað í þeim býr. Alls eru átta tónlistaratriði í Hátónsbarkakeppninni en keppnin hefst kl. 20.00 og er 500 kr. aðgangseyrir.

Keppendur í stafrófsröð eru: (Nafn, skóli og lag)

1. Aldís Inga Sigmundsdóttir – Brekkubæjarskóli (Ástfangin)

2. Ásta María Búadóttir – Grundaskóli (If I ain’t got you)

3. Daria Fijal – Grundaskóli (Valerie)

4. Eyrún Sigþórsdóttir – Brekkubæjarskóli
(Hef ég sagt það hátt svo allir heyri / Have I told you lately)

5. Freyja María Sigurjónsdóttir – Brekkubæjarskóli (Heyr mína bæn).

6. Katrín Lea Daðadóttir – Grundaskóli (Ex’s and oh’s)

7. Klara Kristvinsdóttir – Grundaskóli (Dancing on my own)

8. Sigríður Sól Þórarinsdóttir – Brekkubæjarskóli (Halo)

Fjölmargir hljóðfæraleikarar koma við sögu í þessari keppni og eru þeir flestir í grunnskólunum líkt og keppendurnir. Þaulreyndir hljóðfæraleikarar verða þeim til aðstoðar en eftirtaldir verða hljóðfæraleikarar og í bakröddum.

Auglýsing: 

Galito, Sushi.
Galito, Sushi.

Andri Snær Axelsson – píanó
Benedikt Júlíus Steingrímsson – gítar
Brynhildur Traustadóttir – bassi, kassi og bassaklarinett
Eiður Andri Guðlaugsson – altó saxófónn
Hekla María Arnardóttir – píanó
María Dís Einarsdóttir – gítar og hristur
Maron Snær Harðarson – gítar
Rakel Rún Eyjólfsdóttir – bakraddir
Sigurður Jónatan Jóhannsson – trompet
Flosi Einarsson – píanó
Heiðrún Hámundar – píanó
Samúel Þorsteinsson – gítar og bassi
Hátónsbarkar síðasta árs taka lagið.
María Dís og Rakel Rún
Ragna Benedikta

Dómnefndin er þannig skipuð:
Kristinn Bragi Garðarsson
Margrét Saga Gunnarsdóttir
Pétur Óðinsson

Frá undankeppninni í Grundaskóla.
Frá undankeppninni í Grundaskóla.