Hildur fegurðardrottning er með Skagagenin í sér

Iris Mittenaere frá Frakklandi var kjörinn Miss Universe um s.l. helgi. Alls tóku 85 keppendur þátt í keppninni og fulltrúi Íslands er með tengingu við Flórída-Skagann.

Hildur María Leifsdóttir er með Skagagenin í sér. Móðir hennar er Þórey Guðmundsdóttir úr 1969 árganginum á Akranesi og faðir hennar Leifur Eiríksson var um tíma rekstraraðili Bíóhallarinnar hér á Akranesi.

Hildur María var sannarlega glæsilegur fulltrúi Íslands í keppninni en hér fyrir neðan eru nokkrar Instagram færslur frá Hildi.

Móðurafi Hildar var Guðmundur Magnússon sem rak um árabil trésmiðju undir nafninu Trésmiðja Guðmundar Magnússonar og plastverksmiðjuna Skagaplast og var því einn stærsti vinnuveitandinn á Akranesi um áraraðir. Hann byggði mikið hér á Akranesi, m.a. margar blokkir sem gjarnan voru nefndar eftir honum og kallaðar „Guðmundarblokkir“. Móðuramma Hildar er Ástríður Þórðardóttir en hún er fædd árið 1929 og flutti inn á Dvalarheimilið Höfða í fyrrasumar.

Sushi