Tryggvi Hrafn valinn í A-landsliðiðið gegn Mexíkó

Tryggvi Hrafn Haraldsson, tvítugur leikmaður ÍA, hefur verið valinn í íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, sem leikur vináttulandsleik gegn Mexíkó í næstu viku. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari valdi Tryggva Hrafn í leikmannahópinn en hann er einn af sjö leikmönnum sem hafa ekki leikið A-landsleik áður.

„Það verður að segj­ast að þetta hafi komið skemmti­lega á óvart. Heim­ir hringdi í mig bara í morg­un, svo það er ekki lengra síðan en það. Ég þurfti að klípa mig tvisvar til þess að ná átt­um,“ sagði Tryggvi við mbl.is en hann hefur ekki leikið með yngri landsliðum Íslands.

Tryggvi Hrafn á ekki langt að sækja hæfileikana því Haraldur Ingólfsson faðir hans lék 20 A-landsleiki á ferlinum og Jónína Víglundsdóttir móðir Tryggva lék 11 A-landsleiki á sínum ferli.

Ekki er um opinberan landsleikjadag að ræða og eru því leikmenn landsliðsins frá liðum í Skandinavíu og sjö þeirra eru úr Pepsi-deildinni á Íslandi.

Leikurinn fer fram í Las Vegas í Bandaríkjunum á miðvikudaginn í næstu viku.

Tryggvj Hrafn Haraldsson. Mynd/Guðmundur Bjarki
Tryggvj Hrafn Haraldsson. Mynd/Guðmundur Bjarki
5F0A1163_resize
Tryggvj Hrafn Haraldsson. Mynd/Guðmundur Bjarki

Markverðir:
Ingvar Jónsson, Sandefjord.
Frederik Schram, Roskilde*

Varnarmenn:
Hallgrímur Jónasson, Lyngby.
Kristinn Jónsson, Sarpsborg 08.
Böðvar Böðvarsson, FH.
Orri Sigurður Ómarsson, Valur.
Viðar Ari Jónsson, Fjölnir.
Daníel Leó Grétarsson, Álasund.*
Adam Örn Arnarson, Álasund.*

Miðjumenn:
Davíð Þór Viðarsson, FH.
Aron Sigurðarson, Tromsö.
Kristinn Steindórsson, Sundsvall.
Oliver Sigurjónsson, Breiðablik.
Kristinn Freyr Sigurðsson, Sundsvall.*
Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA.*

Sóknarmenn:
Aron Elís Þrándarson, Álasund.
Kristján Flóki Finnbogason, FH.*
Árni Vilhjálmsson, Jönkopings Södra.*

*eru nýliðar og hafa ekki leikið með A-landsliðinu áður.

Sushi
Sushi