Skagakonan Rakel fer á kostum í Söngvakeppni Sjónvarpsins

Rakel Pálsdóttir, söngkona frá Akranesi, tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár með Arnari Jónssyni. Rakel og Arnar verða á sviðinu í Háskólabíó þann 25. febrúar n.k. Lagið heitir Til mín. Lagið samdi Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir en hún á einnig textann.

„Ég samdi lagið Til mín fyrir vinkonu mína hana Rakel og manninn minn hann Arnar. Þau höfðu beðið mig reglulega um að semja lag, Rakel í tvö ár en Arnar í þrjú! Úr varð þessi dúett,“ segir Hófí við visir.is. 

Myndbandsgerðin var í höndum þeirra Snædísar Snorradóttur og Dags Ólafssonar. Snædís á handritið, leikstýrði og er framleiðandinn Dagur sá um kvikmyndatökuna. Myndbandið segir allt sem segja þarf um hæfileika Rakelar og verður spennandi að fylgjast með okkar konu þann 25. febrúar í Háskólabíó og á RÚV.