Skagamaðurinn Kristinn Gauti Gunnarsson er í aðalhlutverki á bak við nýtt myndband sem slegið hefur svo sannarlega í gegn. Þar fara hjúkrunafræðinemar sem stefna á útskrift í vor á kostum í lagi sem byggt er Reykjavík eftir Emmsjé Gauta.
Kristinn Gauti tók upp myndbandið og er útkoman glæsileg samkvæmt venju hjá þessum fjölhæfa Skagamanni.
Lagið heitir „LSH er okkar.“ Þar er allt látið flakka þar sem að framtíðar hjúkrunarfræðingar landsins sýna á sér skemmtilega hlið en boðskapurinn er alveg ljós eins og sjá má í laginu.
LSH er okkar hefur notið mikilla vinsælda á vefmiðlum landsins og trónir m.a. í efsta sæti í flokknum Lífið á visir.is