Í nýjasta fréttabréfi sem Félag eldri borgara á Akranesi, FEBAN, gefur út með reglulegu millibili kemur margt fróðlegt fram. Þar eru húsnæðismál FEBAN rauði þráðurinn og sagt frá því að margar skýrslur og útttektir séu til eftir mikla vinnu á undanförnum misserum. Nú er tími aðgerða runninn upp að mati FEBAN.
Í fréttabréfinu kemur fram að óvissa ríki enn um þjónustumiðstöð eldri borgara á Akranesi sem áætlað var að yrði í húsnæðinu við Dalbraut 6. Golfklúbburinn Leynir hefur boðið FEBAN og Akraneskaupstað í viðræður um að samnýta nýja félagsaðstöðu sem Leynir hefur huga á að byggja og taka í notkun á vormánuðum 2018.