„Einsi Skúla“ sextugur í dag – mentorinn fékk lag frá Orra að gjöf

Hinn eini sanni Einar Skúlason er sextugur í dag og hafa margir sent „Einsa Skúla“ góðar kveðjur á fésbókinni í dag. Vandamálið er að Einar er ekki sjálfur á samfélagsmiðlinum og þetta fer því flest framhjá honum. Orri Harðarson, rithöfundur og tónlistarmaður, sendir Einari afar hlýjar kveðjur í pistli sem hann skrifaði á fésbókina í dag. Þar að auki hefur Orri endurgert lag sem hann samdi fyrir 10 árum þegar Einar varð fimmtugur.

Árið 2007 – þegar Skúlason stóð á fimmtugu – hringdi minn maður óvænt og sagðist ætla að halda afmælistónleika í Bíóhöllinni á Skaganum; hann væri að hóa í ýmsa tónlistarmenn og vildi gjarnan fá mig uppeftir til að taka lagið. Mér var að sjálfsögðu ljúft og skylt að mæta og fljótlega eftir samtalið varð til lítið sönglag, honum til heiðurs, sem ég flutti síðan á téðum tónleikum.

Mér þykir vænt um þetta lag. Textinn er reyndar frekar ódýr tækifæriskveðskapur, svoleiðis; en meiningin er skýr og tær, frá innstu hjartarrótum. Og lagið sjálft – músíkin – er bara fínt, finnst mér enn. Ég hef í öllu falli gert verr.

Þarna fyrir áratug gafst ekki ráðrúm til að hljóðrita þennan afmælissöng. Ég ákvað því – nú rétt fyrir sextugsafmæli Einars – að dusta rykið af kassagítarnum, stilla upp hljóðnema hér í stofunni og gera tiltölulega einfalda og hráa útgáfu handa fóstra mínum, svona sem óvæntan bónus með afmælispakkanum. Minna má það ekki vera.

Lagið frá Orra er hér fyrir neðan:

 

Screen Shot 2017-02-09 at 3.50.08 PMScreen Shot 2017-02-09 at 3.50.24 PM