„Útsölusement“ á myndlistasýningu hjá BASKA í Garðakaffi

„Þessi sýning er alveg absulement sem á góðri íslensku mætti kalla útsölusement. Þetta er gömul þýðing úr bók um hin eina sanna Lukku Láka,“ segir Skagamaðurinn Bjarni Skúli Ketilsson (BASKI) en hann opnar myndlistasýningu í Garðakaffi laugardaginn 11. febrúar kl. 14.

BASKI hefur á undanförnum dögum verið með myndlistarnámskeið í Stúkuhúsinu á safnasvæðinu í Görðum. Hann er búsettur í Hollandi en hann kemur með reglulegu millibili í sinn gamla heimabæ til að leiðbeina öðrum í myndlistinni. Námskeiðin hjá BASKA njóta vinsælda því færri komust að en vildu á námskeiðin sem halda áfram í næstu viku.

Sýningin stendur til og með 19. febrúar og verður opin á virkum dögum frá kl. 11-17 og um helgar frá kl. 12-17 og eru allir hjartanlega velkomnir.

Bjarni Skúli Ketilsson.
Bjarni Skúli Ketilsson.