„Háttvísisbikarinn er mikilvægur og eftirsóknarverður“

„Verðlaun sem þessi eru hvatning fyrir leikmenn ÍA að vera öðrum til fyrirmyndar, bæði á vellinum og utan vallar. Það er mikilvægt og eftirsóknarvert að fá verðlaun fyrir prúðan leik. Við fundum fyrir því á ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum að fleiri vildu „Lilju kveðið hafa“ segir Hulda Birna Baldursdóttir framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags Akraness. Kvennalið ÍA fékk kvennabikar KSÍ sem er veittur því liði sem hefur sýnt af sér háttvísi og prúðmannlega framkomu í Pepsi-deild kvenna.

Leikmenn ÍA fengu sjö gul spjöld í 18 leikjum og ekkert rautt spjald. Ekkert annað lið var nálægt þessum tölum í deildinni.

Geir Þorsteinsson fráfarandi formaður KSÍ og Hulda Birna. Mynd/KSÍ

Leikmenn ÍA fengu sjö gul spjöld í 18 leikjum og ekkert rautt spjald. Ekkert annað lið var nálægt þessum tölum í deildinni.

Hulda bætti því við að ársþing KSÍ hafi farið vel fram og verið gestgjöfunum í Vestmannaeyjum og starfsfólki KSÍ til mikils sóma.

„Nýr formaður var kjörinn og nokkrar reglugerðabreytingar voru gerðar, lagfæringar og tæknileg atriði, sem munu ekki hafa mikil áhrif.  Við í Knattspyrnufélagi ÍA hlökkum til að vinna með Guðna Bergssyni nýjum formanni KSÍ og nýkjörinni stjórn KSÍ þar sem stefnt er að því að auka samstarf og samráð við aðildarfélögin. Spennandi tímar framundan í fótboltanum á Íslandi og við segjum því Áfram ÍA,“ sagði Hulda Birna Baldursdóttir.

 

Sushi